Hóta að loka Keflavíkurflugvelli

Frá Keflavíkurflugvelli
Frá Keflavíkurflugvelli Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Þú verður að gefa okk­ur von og hvatn­ingu til að vera hérna ef við eig­um að borga okk­ar skatta til sam­fé­lags­ins,“ sagði einn fund­ar­manna í Stap­an­um fyr­ir stundu og beindi orðum sín­um til Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra. Hótaði maður­inn að taka þátt í að loka fyr­ir ak­vegi að Kefla­vík­ur­flug­velli þar til úr­bæt­ur væru gerðar.

Kvaðst maður­inn hafa lagt sömu hót­un fram á borg­ar­a­fundi í Stap­an­um fyr­ir þrem vik­um og að fjöldi fólks hefði í kjöl­farið haft sam­band við hann og boðist til að taka þátt í að loka fyr­ir aðgang að flug­vell­in­um, í því skyni að þrýsta á stjórn­völd að draga úr niður­skurði á Suður­nesj­um.

Kona sem kynnti sig sem Björg og kvaðst starfa sem ljós­móðir spurði Stein­grím hvers vegna fram­lög til sjúkra­stofn­ana væru alltaf miklu lægri á Reykja­nesi en ann­ars staðar.

Und­ar­legt væri að kon­um væri beint á Land­spít­al­ann til að fæða enda væri nærþjón­ust­an ódýr­ari.

„Við vilj­um vita af hverju er ekki hlustað á þess­ar radd­ir?“ spurði Björg. „Mennt­un­arstigið fer niður úr öllu valdi,“ sagði hún og benti á að mikið af heil­brigðis­starfs­mönn­um myndu yf­ir­gefa Suður­nes­in vegna niður­skurðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert