Nóg komið af hnútukasti

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. mbl.is/RAX

Starfs­fólk Heil­brigðis­stofn­un­ar Suður­nesja brá mót­mæla­spjöld­um á loft er Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra gekk í pontu á opn­um borg­ar­a­fundi í Stap­an­um nú fyr­ir stundu. Stein­grím­ur kvaðst hafa tölvu­pósta í fór­um sín­um sem sýndu fram á að Ices­a­ve-deil­an hindraði er­lend­ar fjár­fest­ing­ar.

„Trölla­sög­ur“ væru um að stjórn­in ætlaði að rústa frí­höfn­inni á Kefla­vík­ur­flug­velli. „Við erum ekki svo vit­laust að setja eitt á haus­inn til að punga út fyr­ir því ann­ars staðar,“ sagði ráðherr­ann. „Þetta er drullu erfitt en þetta mun samt tak­ast,“ sagði Stein­grím­ur um glímu rík­is­stjórn­ar­inn­ar við niður­sveifl­una. 

Starfs­fólkið er hvít­klædd en á spjöld­un­um kem­ur fram hörð gagn­rýni á fyr­ir­hugaðan niður­skurð hjá stofn­un­inni. 

Stein­grím­ur sagði í ræðu sinni um at­vinnu­mál að nóg væri komið af hnútukasti á milli hags­munaaðila. Binda þyrfti enda á „um­kenn­ing­ar­leik“ rík­is­stjórn­ar­inn­ar og ein­stakra bæj­ar­fé­laga. Vand­inn á Suður­nesj­um væri fjölþætt­ur.

„Þetta er ekki bara slæmt at­vinnu­ástand sem við erum að glíma við. Það eru líka þætt­ir sem snúa að mennta­mál­um [...] mennt­un­arstig er lágt. Það er staðreynd að minnsta kosti þrjú sveit­ar­fé­lög á svæðinu glíma við mik­inn fjár­hags­vanda,“ sagði Stein­grím­ur.

Hann ræddi mál Ver­ne Hold­ing og benti þar á að málið væri snúið frá skatta­legu sjón­ar­horni. Málið og ákv­arðanir um und­anþágur væru í „hönd­um hinna háu herra í Brus­sel“.

Skömmu áður en Stein­grím­ur steig í pontu lét Kristján Möller, þingmaður Sam­fylk­ing­ar, þau orð falla að þótt hann vildi ekki ál­ver í hvert bæj­ar­fé­lag væri hann fylgj­andi ál­vers­upp­bygg­ingu í Helgu­vík. 

„Nú er staðan ein­fald­lega svo erfið í land­inu að við verðum að grípa öll tæki­færi til at­vinnu­sköp­un­ar... Ekk­ert annað en auk­in at­vinna mun koma okk­ur út úr þessu... Þess vegna verða menn að ein­henda sér í at­vinnu­mál­in af full­um krafti.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert