Ólína kemur að samningu frumvarpsins

Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður og Ögmundur Jónasson ráðherra.
Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður og Ögmundur Jónasson ráðherra. mbl.is/Ómar

Ólína Þor­varðardótt­ir verður ann­ar af tveim full­trú­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í vinnu­hópi á veg­um sjáv­ar­út­vegs­ráðherra sem smíða á nýtt frum­varp um fisk­veiðistjórn­un.  Þetta kom fram á fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með Ólínu og Guðbjarti Hann­es­syni þing­mönn­um norðvest­ur­kjör­dæm­is á Ísaf­irði í gær­kvöld. 

Sagt er frá þessu í vef­miðlin­um skutull.is. Guðbjart­ur var formaður nefnd­ar sem skilaði skýrslu um breyt­ing­ar á lög­um um stjórn fisk­veiði. Skýrsla nefnd­ar­inn­ar hef­ur verið til skoðunar í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu, en nú er fyr­ir­hugað að skipa nefnd sem geri til­lög­ur um breyt­ing­ar á lög­um.

Haft er eft­ir Ólínu í Skutli að bæði sátta­leið og til­boðsleið, sem fjallað er um í skýrslu viðræðunefnd­ar­inn­ar, hafi nokkuð til síns ágæt­is.  Taldi hún að með því að nýta kost­ina úr báðum hug­mynd­um væri hægt að ná fram mark­miðum stjórn­ar­flokk­anna beggja um nýtt fisk­veiðistjórn­un­ar­kerfi sem byggði á ótví­ræðu eign­ar­haldi þjóðar­inn­ar, inn­köll­un og end­urút­hlut­un afla­heim­ilda og tíma­bundn­um samn­ing­um um af­nota­rétt eða veiðirétt.

Ekki hef­ur enn verið upp­lýst um það hverj­ir verði full­trú­ar Vinstri grænna í nefnd­inni, eða hver verður hinn full­trúi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert