Óttast um íslenska tungu

Íslensk málnefnd óttast að íslenskan geti horfið út úr íslensku …
Íslensk málnefnd óttast að íslenskan geti horfið út úr íslensku háskólasamfélagi mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Íslensk mál­nefnd ótt­ast að ef ekki verði breyt­ing á hvað varðar kennslu á ís­lensku í ís­lensku há­skóla­sam­fé­lagi þar sem nám­skeiðum og heil­um náms­braut­um á ensku fjölg­ar, blasi við að veru­lega muni þá þrengt að ís­lenskri tungu í há­skóla­sam­fé­lag­inu á Íslandi.

Svo gæti farið að ís­lenska yrði ekki leng­ur gjald­geng í ís­lensk­um há­skól­um og yrði að víkja þar fyr­ir ensku. Við það myndi staða ís­lenskr­ar tungu í ís­lensku sam­fé­lagi veikj­ast. Þetta kem­ur fram í nýrri álykt­un frá Íslenskri mál­nefnd en í henni er horft til stöðu ís­lensk­unn­ar í há­skóla­sam­fé­lag­inu.

80% doktors­rit­gerða á ensku

Þar kem­ur meðal ann­ars fram að 80% doktors­rit­gerða við Há­skóla Íslands á ár­un­um 2000–2009 voru á ensku.

Í mörg­um há­skóla­grein­um er mik­ill meiri­hluti náms­efn­is á er­lend­um mál­um en svo hef­ur reynd­ar verið um langa hríð, seg­ir í álykt­un Íslenskr­ar mál­nefnd­ar.

Á síðustu árum hef­ur hlut­ur ensku vaxið mjög og jafn­framt dregið úr notk­un náms­efn­is á öðrum er­lend­um mál­um. Svo er komið að ætla má að náms­efni á ensku sé um og yfir 90 af hundraði alls náms­efn­is á há­skóla­stigi á Íslandi.

17 náms­braut­ir Há­skól­ans í Reykja­vík al­farið kennd­ar á ensku

Þar kem­ur einnig fram að af um 2.250 kennd­um nám­skeiðum skóla­árið 2009–2010 voru 250 nám­skeið kennd á ensku eða ríf­lega 11 af hundraði. Af þess­um 250 nám­skeiðum voru 120 í grunn­námi eða 48 af hundraði.

Við Há­skól­ann í Reykja­vík hafa alls sautján náms­braut­ir verið kennd­ar al­farið á ensku. Þar er meðal ann­ars um að ræða meist­ara­náms­braut­ir í verk­fræði, viðskipta­fræði, tölv­un­ar­fræði og lýðheilsu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert