Póst- og fjarskiptastofnun hefur hafnað kröfu Íslandspóst um að hætta póstdreifingu á bæina Láganúp og Breiðavík við Patreksfjörð. Hún fellst hins var á að viðurkennt sé að íbúðarhúsin séu staðsett langt utan við almenna byggð í skilningi reglugerðar um alþjónustu og framkvæmd póstþjónustu.
Því sé fyrirtækinu heimilt að staðsetja bréfakassa við Hænuvík, fyrir íbúa á Láganúpi, og við gatnamót 615 Kollsvíkurvegar, fyrir íbúa á Breiðavík.
Ákvörðunin er kæranleg til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Hún skal berast úrskurðarnefnd innan fjögurra vikna frá því viðkomandi varð kunnugt um ákvörðunin.