Rannsókn í gangi á lífeyrissjóðunum

Nefnd vinnur að því kanna fjárfestingarstefnu, ákvarðanir og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins. Ríkissáttasemjari skipaði rannsóknarnefndina að ósk Landssamtaka lífeyrissjóða og er áætlað að hún ljúki störfum á næsta ári.

Nefndina skipa: Hrafn Bragason, lögfræðingur og fyrrverandi hæstaréttardómari, formaður, Guðmundur Heiðar Frímannsson, siðfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, og Héðinn Eyjólfsson, viðskiptafræðingur. Kristján Geir Pétursson lögfræðingur starfar með nefndinni.

Gert er ráð fyrir að nefndin ljúki störfum á fyrri hluta árs 2011, samkvæmt tilkynningu frá Landsamtökum lífeyrissjóða en tveir viðmælendur ljósvakamiðla hafa nú í vikunni fjallað um lífeyrissjóði landsins og talið þörf á að rannsaka starfsemi þeirra, fyrst Guðrún Johnsen hagfræðingur í viðtali á Stöð tvö síðastliðinn mánudag, 25. október, og síðan Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður, í morgunútvarpi Rásar 2 í Ríkisútvarpinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert