Ríkissjóður Íslands greiðir hæst opinber gjöld af lögaðilum, nærri 7 milljarða króna, samkvæmt álagningarskrá, sem ríkisskattstjóri hefur lagt fram. Íslandsbanki greiðir rúmar 3,95 milljarða og Reykjavíkurborg 1,83 milljarða. Álagning á lögaðila lækkar um 6% milli ára.
Þetta er fyrsta álagning ríkisskattstjóra á lögaðila eftir sameiningu skattumdæma sem varð um síðustu áramót. Fjöldi lögaðila á skattgrunnskrá á landinu öllu er 35.500. Alls sættu 12.461 lögaðilar áætlunum eða 35,10% af skattgrunnskrá. Til samanburðar sætti 11.532 lögaði áætlun við álagningu 2009 eða 34,5% af skattgrunnskrá.
Alls nenur álagningin fnemur álagningin alls kr. 78.417.313.106 krónum á félög og aðra lögaðila en á árinu 2009 nam hún 83.424.344.322 krónum.
Álagningin lækkar því um 6%. Þar af lækkar tekjuskattur um 15,9% en tryggingagjald hækkar um 2,28%.
- Ríkissjóður Íslands, 6.996.303.266 krónur
- Íslandsbanki, Reykjavík, 3.951.214.926 krónur
- Reykjavíkurborg, Reykjavík, 1.827.288.289 krónur
- Arion banki, Reykjavík, 1.223.057.812 krónur
- Reykjanesbær, Reykjanesbæ, 1.078.911.766 krónur
- Alfesca, Reykjavík, 564.759.783 krónur
- Kópavogsbær, Kópavogi, 541.040.935 krónur
- Alcan á Íslandi, Hafnarfirði, 537.081.185 krónur
- Icelandair, Reykjavík, 475.923.090 krónur
- Akureyrarkaupstaður, Akureyri, 470.407.211 króna
- Hafnarfjarðarkaupstaður, Hafnarfirði, 381.039.831 króna
- FISK-Seafood, Sauðárkróki, 377.278.422 krónur
- HB Grandi, Reykjavík, 371.483.717 krónur
- Logos, Reykjavík, 324.567.542 krónur
- Lýsing, Reykjavík, 319.060.274 krónur
- Orkuveita Reykjavíkur, Reykjavík, 263.446.123 krónur
- Mannvit, Reykjavík, 250.768.830 krónur
- Norðurál Grundartangi, Akranesi, 249.179.198 krónur
- Síminn, Reykjavík, 239.821.052 króna
- Samherji, Akureyri, 236.622.064 krónur
- Verkís, Reykjavík, 234.281.897 krónur
- Íslandspóstur, Reykjavík, 223.675.434 krónur
- Efla, Reykjavík, 220.283.660 krónur
- KPMG, Reykjavík, 217.211.252 krónur
- Alcoa Fjarðaál, Reyðarfirði, 216.514.051 króna
- N1, Kópavogi, 184.881.560 krónur
- Brim, Reykjavík, 181.067.038 krónur
- Stálskip, Hafnarfirði, 166.712.780 krónur
- Ístak, Reykjavík, 156.561.567 krónur
- Ingersoll-Rand Finance Ísl, Reykjavík, 155.606.316 krónur
- Thomson Reuters á Íslandi, Reykjavík, 155.161.499 krónur
- Valitor, Reykjavík, 153.715.879 krónur
- Þorbjörn, Grindavík, 153.648.185 krónur
- Flugfélagið Atlanta, Kópavogi, 146.455.278 krónur
- ISS Ísland, Reykjavík, 145.828.793 krónur
- Landsýn, Seltjarnarnesi, 144.692.281 króna
- Marel, Garðabæ, 142.236.002 krónur
- Noranda Íslandi, Reykjavík, 142.188.07 krónur
- Sveitarfélagið Árborg, Selfossi, 140.689.517 krónur
- Laugafiskur, Reykjavík, 139.234.144 krónur
- Húsasmiðjan, Reykjavík, 137.957.125 krónur
- Ísfélag Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum, 136.950.860 krónur
- Mjólkursamsalan, Reykjavík, 136.411.888 krónur
- Skinney - Þinganes, Höfn í Hornafirði, 133.403.938 krónur
- Byko, Kópavogi, 133.230.456 krónur
- Samkaup, Reykjanesbæv 131.474.543 krónur
- Mosfellsbær, Mosfellsbæ, 131.036.657 krónur
- Flugstoðir, Reykjavík, 129.225.882 krónur
- Íslenskir aðalverktakar, Reykjanesbæ, 128.808.777 krónur
- Samskip, Reykjavík, 128.408.415 krónur.