Jarðskjálftahrina undir Blöndulóni

Blöndulón
Blöndulón mbl.is/Rax

Hrina jarðskjálfta undir Blöndulóni hófst klukkan 8:15 á þriðjudagsmorgun. Rúmlega 30 jarðskjálftar hafa mælst þarna, sá stærsti var 3.7 að stærð klukkan 21:10 í kvöld samkvæmt vef Veðurstofunnar. Annar skjálfti yfir 3 stig reið yfir nú klukkan 21:36 í kvöld. Sá mældist 3,1 stig.

Blöndulón var myndað við virkjun Blöndu en lónið liggur á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði. Lónið var myndað sumarið 1991 er vatni var safnað í það í fyrsta sinn til miðlunar fyrir Blönduvirkjun.

Árið 1996 var yfirfall hækkað, jókst þá flatarmál lónsins úr 41 ferkílómetra í 57 ferkílómetra og náði það fullri stærð. Lónið liggur í tæplega 500 m hæð yfir sjó.

Af vef Veðurstofunnar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert