„Mjög margir af þeim sem hafa misst vinnuna [...] eru um það bil að detta út af bótum og það eru þung skref fyrir marga að leita til félagsþjónustu sveitarfélaganna,“ sagði Sigrún Árnadóttir, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, á borgarafundi í Stapanum fyrir stundu.
Hvatti hún því til þess að gefinn yrði kostur á lengra bótatímabili.
Sigrún sagði tvo fulltrúa frá Umboðsmanni skuldara á leið til starfa á Suðurnesjum semværi afar brýnt, enda væru uppboð hvergi fleiri á landinu.
„Við munum lifa þessa kreppu af,“ sagði Sigrún og uppskar lófaklapp.
Ásmundur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, sté næst í pontu og fór hörðum orðum um Steingrím J. Sigfússon.
Hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með ráðherrann, mælskumanninn sem hefði stýrt búsáhaldabyltingunni. Þvert á væntingar sínar hefði Steingrímur komið fram „eins og kerling“ sem hefði ekkert til málanna að leggja.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tók næstur til máls en hann sagði menn hafa verið helst til óvægna í garð fjármálaráðherra. Eðli málsins samkvæmt gæti Steingrímur ekki svarað öllum spurningum.