Á næstu vikum mun að líkindum draga til tíðinda í málefnum Norðuráls, að sögn Björgvins G. Sigurðssonar, þingmanns Samfylkingar. „Við verðum að tryggja orku svo álversframkvæmd Norðuráls geti komist á fullt,“ sagði Björgvin sem uppskar lófaklapp er hann gekk úr pontu á fundi í Stapanum í kvöld.
Björgvin vék að málefnum HS Orku og sagði Runólfi Ágústssyni hafa verið falið að koma samningaviðræðum hagsmunaaðila á hreyfingu.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kvaðst reiðubúin að fallast á þá kröfu Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að láta af umkenningarleik stjórnar og stjórnarandstöðu. Tími væri kominn til að fylkja liði þvert á flokkslínur um uppbyggingu álvers í Helguvík. Hennar ósk væri að Steingrímur tæki málið upp á þingfundum VG.