Rannsókn á máli Viggós Þóris Þórissonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfaþjónustu sparisjóðanna (VSP), er nú lokið. Samkvæmt Guðmundi Guðjónssyni, yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra, hefur enn ekki verið tekin ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út á hendur Viggó. Guðmundur vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Málið hefur verið í rannsókn í rúmlega þrjú og hálft ár, en Viggó sætti margra mánaða farbann vegna þessa.
Rannsókn hófst á málinu vegna gruns um stórfelld efnahagsbrot, sem voru talin felast í útgáfu tilhæfulausrar ábyrgðaryfirlýsingar upp á 200 milljónir bandaríkjadala, rúma 22 milljarða króna.