ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, er að skoða hvort Norðmenn hafa brotið reglur EES-samningsins með því að nota fosfat í saltfisk.
Norska sjónvarpið, NRK, hefur að undanförnu flutt fréttir af því að dæmi sé um að norskir fiskverkefndur noti fosfat í saltfisk. Fosfat finnst í öllum fiski og kjöti og það er ekki hættulegt að neyta þess í litlum mæli.
Strangar reglur gilda um notkun fosfats í fiski, en með því að bæta efninu við fiskinn getur gamall og lélegur fiskur litið út eins og hann sé ferskur. Notkun í þessum tilgangi er beinlínis gerð til að blekkja neytendur.
NRK hefur eftir Ólafi Valssyni hjá matvælaöryggiseftirliti ESA, að ESA fylgist með málinu og hafi óskað eftir upplýsingum frá Noregi um málið. Framhald málsins ráðist af svörum Norðmanna.