Kona um fertugt var fyrir viku úrskurðuð í gæsluvarðhald til 19. nóvember næstkomandi.
Þetta væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir hvers lags sorgarsaga liggur að baki. Flest eru brotin smávægileg og á stundum hefur hún stolið sér til matar. Hins vegar þykir ekki annað hægt en að konan sæti gæsluvarðhaldi enda með 46 óafgreidd mál í dómskerfinu og yfirgnæfandi líkur á að brotastarfsemin haldi áfram gangi hún laus, að því er fram kemur í umfjöllun um mál konunnar í Morgunblaðinu í dag.
Frétt mbl.is um mál konunnar frá miðvikudag