Vélarvana bátur við Engey

Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson.
Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson. Þorkell Þorkelsson

 
Björg­un­ar­sveit­irn­ar Ársæll úr Reykja­vík og Hjálp­ar­sveit skáta Kópa­vogi voru kallaðar út rétt fyr­ir klukk­an 18:30 í kvöld vegna vél­ar­vana báts sem stadd­ur var um 3-4 míl­ur norður af Eng­ey.
 
Farið var á björg­un­ar­skip­inu Ásgrími S. Björns­syni á staðinn auk harðbotna björg­un­ar­báta. Um 45 mín­út­um eft­ir að beiðni um aðstoð barst var Ásgrím­ur kom­inn með hinn bilaða bát í tog og var hann dreg­inn til hafn­ar þangað sem komið var um klukk­an 20:00.
 
Tveir menn voru um borð í bátn­um og ekki var tal­in mik­il hætta á ferðum þar sem veður var skap­legt, kaldi og smá öldu­gang­ur.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka