Björgunarsveitirnar Ársæll úr Reykjavík og Hjálparsveit skáta Kópavogi voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 18:30 í kvöld vegna vélarvana báts sem staddur var um 3-4 mílur norður af Engey.
Farið var á björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni á staðinn auk harðbotna björgunarbáta. Um 45 mínútum eftir að beiðni um aðstoð barst var Ásgrímur kominn með hinn bilaða bát í tog og var hann dreginn til hafnar þangað sem komið var um klukkan 20:00.
Tveir menn voru um borð í bátnum og ekki var talin mikil hætta á ferðum þar sem veður var skaplegt, kaldi og smá öldugangur.