„Það er ósköp lítið að frétta nema það að vinnan gengur vel. Við sjáum loksins fyrir endann á þessu. Ég er akkúrat að setjast niður og gera planið yfir það sem eftir er,“ segir Sigurður Snævarr, hagfræðingur og ráðgjafi í forsætisráðuneytinu í efnahags- og atvinnumálum, aðspurður um vinnu sérfræðingahóps sem vinnur að útreikningi á kostnaði aðgerða til lausnar á skuldavanda heimilanna .
Hópurinn mun halda vinnu sinni áfram um helgina, en gert er ráð fyrir að niðurstöðum verði skilað í næstu viku.