Búið að ná rörinu upp

Landeyjahöfn hefur verið lokuð síðan þriðjudaginn 28. september.
Landeyjahöfn hefur verið lokuð síðan þriðjudaginn 28. september. Rax / Ragnar Axelsson

Tek­ist hef­ur að ná dælurör­inu upp úr sjáv­ar­botn­in­um við Land­eyja­höfn en þar hef­ur rörið verið í rúma viku. Rörið brotnaði þegar unnið var að dýpk­un við hafn­ar­mynni Land­eyja­hafn­ar.
Þetta kem­ur fram á vefn­um Eyja­f­rétt­ir. Þar seg­ir að ekki hafi verið talið ráðlegt að opna höfn­ina fyrr en rörið væri komið upp. Ástæðan fyr­ir því að rörið brotnaði var að verið var að reyna að dæla í of mik­illi öldu­hæð. Sand­ur féll á rörið og við það brotnaði það af.
Land­eyja­höfn hef­ur verið lokuð síðan þriðju­dag­inn 28. sept­em­ber eða í á fimmtu viku. Eyja­f­rétt­ir

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert