Tekist hefur að ná dælurörinu upp úr
sjávarbotninum við Landeyjahöfn en þar hefur rörið verið í rúma viku. Rörið brotnaði þegar unnið var að dýpkun við hafnarmynni Landeyjahafnar.
Þetta kemur fram á vefnum Eyjafréttir. Þar segir að ekki hafi verið talið ráðlegt að opna höfnina fyrr en
rörið væri komið upp. Ástæðan fyrir því að rörið brotnaði var að verið var að reyna að dæla í of mikilli ölduhæð. Sandur féll á rörið og við það brotnaði það af.
Landeyjahöfn hefur verið lokuð síðan
þriðjudaginn 28. september eða í á fimmtu viku. Eyjafréttir