Jörð skelfur áfram undir Blöndulóni

Blöndulón á Auðkúluheiði.
Blöndulón á Auðkúluheiði. Einar Falur Ingólfsson

Jörð heldur áfram að skjálfa undir Blöndulóni. Fjórir nokkuð snarpir skjálftar voru þar í morgun, en rólegt var á skjálftamælum í nótt.

Tveir skjálftar af stærðinni 3 riðu yfir um níu leytið og tveir af stærðinni 2,7. Skjálftahrinan hófst á þriðjudag. Stærsti skjálftinn í hrinunni mældist 3,7. Upptök skjálftanna eru í sunnaverðu lóninu.

Landsvirkjun hefur skoðað öll mannvirki á svæðinu. Ekki hafa fundist nein merki um áhrif þessara skjálfta á stíflur við Blöndulón eða önnur mannvirki Landsvirkjunar á svæðinu.

Það er mat Landsvirkjunar að engin hætta stafi af jarðskjálftunum fyrir stíflur og önnur mannvirki á svæðinu en þau eru hönnuð með tilliti til jarðskjálfta. Áfram er fylgst með jarðhræringum og mannvirkjum á svæðinu í samráði við almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka