„Segir ekkert, alveg eins og kelling“

Oddný G. Harðardóttir
Oddný G. Harðardóttir

Odd­ný G. Harðardótt­ir, þing­kona og formaður fjár­laga­nefnd­ar, ger­ir at­huga­semd við orðaval hjá Ásmundi Friðriks­syni, bæj­ar­stjóra í Garði, en Ásmund­ur sagði á fundi í Stapa á fimmtu­dag: „Hann [Stein­grím­ur J. Sig­fús­son] kem­ur hingað og seg­ir ekki neitt af viti, al­veg eins og kell­ing.“

„Ég er í senn hissa á að talsmaður míns góða bæj­ar sýni slíka for­dóma gagn­vart kon­um og vits­mun­um þeirra en einnig hrygg­ir það mig og ég fyll­ist skömm og reiði um leið.

Þessi orð læt­ur Ásmund­ur falla aðeins nokkr­um dög­um eft­ir að þúsund­ir kvenna um allt land hafa minnt á nauðsyn jafn­rétt­is kynj­anna fyr­ir vel­ferð, at­vinnu­upp­bygg­ingu, hag­vöxt, frið og gott sam­fé­lag,“ seg­ir Odd­ný í pistli á Vík­ur­frétt­um og bæt­ir við að það hefði kannski bet­ur farið fyr­ir efna­hags­mál­um á Íslandi ef fleiri hefðu hagað sér eins kerl­ing­ar.

Ásmundur Friðriksson.
Ásmund­ur Friðriks­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert