„Segir ekkert, alveg eins og kelling“

Oddný G. Harðardóttir
Oddný G. Harðardóttir

Oddný G. Harðardóttir, þingkona og formaður fjárlaganefndar, gerir athugasemd við orðaval hjá Ásmundi Friðrikssyni, bæjarstjóra í Garði, en Ásmundur sagði á fundi í Stapa á fimmtudag: „Hann [Steingrímur J. Sigfússon] kemur hingað og segir ekki neitt af viti, alveg eins og kelling.“

„Ég er í senn hissa á að talsmaður míns góða bæjar sýni slíka fordóma gagnvart konum og vitsmunum þeirra en einnig hryggir það mig og ég fyllist skömm og reiði um leið.

Þessi orð lætur Ásmundur falla aðeins nokkrum dögum eftir að þúsundir kvenna um allt land hafa minnt á nauðsyn jafnréttis kynjanna fyrir velferð, atvinnuuppbyggingu, hagvöxt, frið og gott samfélag,“ segir Oddný í pistli á Víkurfréttum og bætir við að það hefði kannski betur farið fyrir efnahagsmálum á Íslandi ef fleiri hefðu hagað sér eins kerlingar.

Ásmundur Friðriksson.
Ásmundur Friðriksson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka