Sérsveitin kölluð út í Hátúni

Mennirnir voru með eftirlíkingu af rifflum með sér.
Mennirnir voru með eftirlíkingu af rifflum með sér.

Sérsveit lögreglunnar var kölluð til í Hátúni í Reykjavík um sjöleytið í kvöld eftir að tilkynning barst um að sést hefði til vopnaðra manna á ferð. Voru þeir sagðir með riffla á sér. Þegar sérsveitin mætti á staðinn og betur var að gáð reyndust mennirnir á leið í hrekkjavökusamkvæmi í nágrenninu. Að sögn lögreglunnar gætu þeir sem eru með mjög nákvæmar eftirlíkingar af byssum lent í vandræðum ef þeir fara með þær á almannafæri.

Þá barst lögreglu tvær tilkynningar um innbrot í dag. Tveimur göngum af nagladekkjum var stolið úr gámi við heimili í Hafnarfirði og í Árbænum var brotist inn í bíl og úr honum stolið bílútvarpi og barnabílstól.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert