Sérsveitin kölluð út í Hátúni

Mennirnir voru með eftirlíkingu af rifflum með sér.
Mennirnir voru með eftirlíkingu af rifflum með sér.

Sér­sveit lög­regl­unn­ar var kölluð til í Há­túni í Reykja­vík um sjöleytið í kvöld eft­ir að til­kynn­ing barst um að sést hefði til vopnaðra manna á ferð. Voru þeir sagðir með riffla á sér. Þegar sér­sveit­in mætti á staðinn og bet­ur var að gáð reynd­ust menn­irn­ir á leið í hrekkja­vöku­sam­kvæmi í ná­grenn­inu. Að sögn lög­regl­unn­ar gætu þeir sem eru með mjög ná­kvæm­ar eft­ir­lík­ing­ar af byss­um lent í vand­ræðum ef þeir fara með þær á al­manna­færi.

Þá barst lög­reglu tvær til­kynn­ing­ar um inn­brot í dag. Tveim­ur göng­um af nagla­dekkj­um var stolið úr gámi við heim­ili í Hafnar­f­irði og í Árbæn­um var brot­ist inn í bíl og úr hon­um stolið bílút­varpi og barna­bíl­stól.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert