Styðja norrænt sambandsríki

Minna Lindberg
Minna Lindberg

Það kemur Minnu Lindberg forseta Norðurlandaráðs æskunnar ekki á óvart að stór hluti Norðurlandabúa sé hlyntur hugmyndum um norrænt sambandsríki. „Þetta þýðir einfaldlega að norræna samstarfið skiptir máli og að það hefur ekki gleymst í alþjóðlegu samstarfi,“ segir Lindberg.

Ný könnun sem birt var í gær sýnir að rúmlega þriðji hver ríkisborgari í norrænu ríkjunum er jákvæður gagnvart því að Norðurlöndin verði sameinuð í eitt pólitískt sambandsríki. 78% svarenda voru ýmist jákvæðir eða mjög jákvæðir gagnvar norræna samstarfinu og marktækur meirihluti, 56%, vill auka samstarfið.

„Þetta kemur mér ekkert sérstaklega á óvart, en ég er samt sem áður undrandi yfir því hve stór hluti íbúanna er jákvæður gagnvart norræna samstarfinu eða rúmlega 70 af hundraði,“ sagði Minna Lindberg á Norðurlandaráðsþingi æskunnar í Reykjavík í dag.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert