Versnandi veður á Austurlandi

Veður fer versnandi á Austurlandi. Á Egilsstöðum er 17-18 m/sek og snjókoma. Ófært og stórhríð er á Fjarðarheiði og er beðið með mokstur.

Veðurstofan varar við stormi austanlands og á Miðhálendinu fram eftir degi. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að þæfingur, hálka og stórhríð sé á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði og á Breiðdalsheiði.  Krapasnjór og éljagangur er á Fagradal, hálka og skafrenningur á Oddsskarði. Greiðfært er með ströndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert