Áfram verði tollvernd á mjólkurvörum

Sigurður Grétar Ottósson, bóndi á Ásólfsskála, og kýrin Svala.
Sigurður Grétar Ottósson, bóndi á Ásólfsskála, og kýrin Svala. mbl.is/Sigurður Bogi

Ef Ísland ger­ist aðili að Evr­ópu­sam­band­inu þýðir það al­ger­lega nýtt  starfs­um­hverfi og lagaum­gjörð fyr­ir land­búnað á Íslandi. End­ur­skoða þyrfti öll lög sem varða fram­kvæmd land­búnaðar­kerf­is­ins á Íslandi og gera þyrfti grund­vall­ar­breyt­ing­ar á stjórn­sýslu land­búnaðar­mála. Þetta er mat Lands­sam­band kúa­bænda, sem legg­ur áherslu á að toll­vernd fyr­ir mjólk­ur­vör­ur verði viðhaldið.

Mjólk­ur­vör­urn­ar hafa verið flokkaðar í þrjá flokka með til­liti til þess hvort þær njóta fjar­lægðar­vernd­ar eða ekki. Í síðasta flokkn­um eru unn­ar mjólk­ur­vör­ur sem njóta engr­ar eða mjög tak­markaðrar fjar­lægðar­vernd­ar. Kúa­bænd­ur benda á að þetta séu um 52,4% af mjólk­ur­vöru­söl­unni hér á landi.

„Áhugi ís­lenskr­ar smá­sölu á inn­flutn­ingi mjólk­ur­vara yrði mjög veru­leg­ur. Í ljósi þess hversu ís­lensk smá­sala er á fárra hönd­um, mun afstaða henn­ar skipta miklu máli um at­b­urðarás á markaðnum. Fram hjá því verður ekki horft að til­hneig­ing get­ur orðið til þess að inn­flutt­ar mjólk­ur­vör­ur njóti nokk­urs for­gangs í sölumeðferð vegna þess að hluti af geymsluþol­inu eyðist á þeim tíma sem það tek­ur að flytja vör­una til lands­ins,“ seg­ir í skýrslu Lands­sam­bands kúa­bænda sem kynnt var á haust­fund­um með bænd­um.

Kúa­bænd­ur benda á að þró­un­in hef­ur orðið sú í Evr­ópu að til hafa orðið afar stór mjólk­ur­sam­lög og eru starfs­svæði þeirra og hrá­efnisöfl­un ekki tak­mörkuð við landa­mæri. Sem dæmi um afar öfl­ugt mjólk­ur­sam­lag má nefna sænsk/​danska sam­lagið Arla Foods, sem tók á móti ca. 8,7 millj­örðum lítra af mjólk á síðasta ári og er því ca. 74 sinn­um stærra en sem nem­ur ís­lenska markaðnum. „Ef til óvarðrar sam­keppni kæmi við
slík­an risa, þá er stærðarmun­ur og þar með fjár­hags­legt út­hald ís­lensk­um mjólk­uriðnaði svo mjög í óhag, að segja má að verðsam­keppni af hans hálfu sé fyr­ir­fram von­laus. Fyr­ir ligg­ur að Arla Foods skil­grein­ir NV-Evr­ópu sem sinn heima­markað og hef­ur fé­lagið kort­lagt ís­lenska mjólk­ur­vörumarkaðinn mjög vel.“


Lands­sam­band kúa­bænda tel­ur að í aðild­ar­viðræðum við ESB að leggja mikla áherslu á að toll­vernd fyr­ir mjólk­ur­vör­ur verði viðhaldið. „Verði það ekki niðurstaðan, þá er óhjá­kvæmi­legt að til komi mjög veru­leg­ur stuðning­ur við aðlög­un að gjör­breytt­um aðstæðum. Án sér­stakr­ar aðlög­un­ar, sem þarf að taka yfir nokk­urn tíma, verður erfitt verk­efni al­veg óviðráðan­legt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert