Ekki tókst að ljúka sanddælingu

Herjólfur hefur ekki komist inn í Landeyjarhöfn sl. fimm vikur.
Herjólfur hefur ekki komist inn í Landeyjarhöfn sl. fimm vikur. Rax / Ragnar Axelsson

„Það var grátlega lítið eftir þegar þeir urðu að hætta,“ sagði Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar, en ekki tókst að ljúka sanddælingu úr Landeyjarhöfn um helgina. Nú fer veður versnandi og því óljóst hvenær hægt verður að nota höfnina að nýju.

Unnið hefur verið að sanddælingu síðustu daga við Landeyjarhöfn. Unnið var í gær og í morgun, en ölduhæð er vaxandi og ljóst að ekki verður hægt að ljúka dælingu fyrr en lægir. Þung ölduspá er framundan næstu daga. Vonast hafði verið eftir að Herjólfur gæti farið að sigla inn í höfnina í vikunni, en ólíklegt er að það gangi eftir. Fimm vikur eru síðan skipið sigldi inn í Landeyjarhöfn.

Fyrr í þessum mánuði voru opnuð tilboð í sanddælingu við Landeyjarhöfn. Tilboðin voru öll talsvert yfir kostnaðaráætlun, en þau byggðu á þeirri forsendu að unnið yrði við verkið í þrjú ár. Siglingastofnun á nú í viðræðum við þá sem buðu í verkið. Þórhildur sagði nauðsynlegt að fá öflugra dæluskip til að vinna verkið. Á þessu árstíma þyrfti mjög öflugt skip til að vinnna við sanddælingu við þessar erfiðu aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert