Greina forngripi á safninu

Fólk kom með marga forvitnilega gripi til starfsmanna Þjóðminjasafnsins.
Fólk kom með marga forvitnilega gripi til starfsmanna Þjóðminjasafnsins. mbl.is/Golli

Margir lögðu leið sína í Þjóðminjasafnið, en í dag er almenningi boðið að koma með gamla gripi til greiningar hjá sérfræðingum safnsins. Þessir greiningardagar hafa verið mjög vel sóttir og margt skemmtilegt komið þar fram.

Meðal þess sem fólk hefur komið með til greiningar á þessu dögum eru tóbaksdósir sem munu hafa verið í eigu Brynjólfs Péturssonar Fjölnismanns, stokkabelti eignað Ragnheiði biskupsdóttur, forn öxi sem fannst í jörðu í Þjórsárdal og hlutar úr vinsælu bollastelli frá 19. öld.

En hlutir þurfa ekki að vera mjög gamlir til að vera áhugaverðir. Ef til eru á heimilinu sérkennileg áhöld eða gripir með áletrunum eða stimplum sem enginn man lengur hvaðan komu eða til hvers voru notuð er tilvalið að koma með þau á safnið og fá greiningu hjá sérfræðingunum. Þá kemur oft ýmislegt spennandi í ljós.

Dagskráin lýkur kl. 16 í dag. Síðustu ár hafa starfsmenn náð að greina um 50 gripi við þetta tækifæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert