Starfsmenn Icelandair með kompusölu

Margt var um manni á kompusölunni.
Margt var um manni á kompusölunni. mbl.is/Golli

„Hér erum við með forláta samkvæmiskjól - sjö þúsund krónur - býður einhver betur?“ sagði uppboðshaldarinn á kompusölu starfsmanna Icelandair á Hótel Nordica í dag. Þar mátti fá marga góða hluti á góðu verði.

Um 50 sölubásar voru á kompusölunni, en þar seldu starfsmenn föt, málverk, leikföng og fleira sem leyndist í skápum og geymslum starfsmanna Icelandair.

Auk þess fór fram uppboð þar sem allur ógóði rann til Vildarbarna, ferðasjóðs Icelandair fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka