Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Ómar

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Capacent Gallup hefur fylgi ríkisstjórnarinnar hrunið. Hún nýtur nú stuðnings 30% aðspurðra, en naut stuðnings 40% í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum Útvarpsins.

Samkvæmt könnuninni, sem var gerð dagana 30. september til 27. október, hafa báðir ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin-grænt framboð, tapað miklu fylgi. Þeir njóta nú stuðnings 18% aðspurðra, hvor um sig. Hefur fylgi Samfylkingarinnar hafi ekki mælst minna frá því í nóvember 2001.

8% segjast ætla kjósa Hreyfinguna, tvöfalt fleiri en í síðasta mánuði. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks breytist hins vegar lítið. 36% segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og 12% Framsóknarflokkinn.

Úrtakið nam tæplega 4600 manns, 67% þeirra svöruðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert