Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Ómar

Sam­kvæmt nýj­um þjóðar­púlsi Capacent Gallup hef­ur fylgi rík­is­stjórn­ar­inn­ar hrunið. Hún nýt­ur nú stuðnings 30% aðspurðra, en naut stuðnings 40% í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um Útvarps­ins.

Sam­kvæmt könn­un­inni, sem var gerð dag­ana 30. sept­em­ber til 27. októ­ber, hafa báðir rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir, Sam­fylk­ing­in og Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð, tapað miklu fylgi. Þeir njóta nú stuðnings 18% aðspurðra, hvor um sig. Hef­ur fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafi ekki mælst minna frá því í nóv­em­ber 2001.

8% segj­ast ætla kjósa Hreyf­ing­una, tvö­falt fleiri en í síðasta mánuði. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks breyt­ist hins veg­ar lítið. 36% segj­ast ætla að kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn og 12% Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Úrtakið nam tæp­lega 4600 manns, 67% þeirra svöruðu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert