Gæti náð hámarki á 3 sólarhringum

Ekki er útilokað að hlaupvatn berist í Skeiðará en hún …
Ekki er útilokað að hlaupvatn berist í Skeiðará en hún var aðalfarvegur hlaupsins fyrir sex árum. Rax / Ragnar Axelsson

Rennsli eykst hratt í Gígjukvísl vegna jökulhlaups úr Grímsvötnum, hraðar en í hlaupinu 2004 sem var undanfari síðasta eldgoss í Grímsvötnum. Þannig þrefaldaðist rennslið á nítján tímum en tvöfaldaðist á sama tíma fyrir sex árum.

Vatnamælingamenn frá Veðurstofunni eru í Öræfasveit. Rennslið mældist 144 rúmmetrar á sekúndu um klukkan 15 í gær og rann áin þá undir einu brúarhafi. Í morgun, milli kl. 9 og 10, var rennslið komið í 455 rúmmetra og rann áin þá undir 4-5 brúarhöfum. Þetta er þreföldun á rennsli.

Egill Axelsson, sérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að hlaupið vaxi mun hraðar en 2004 en tekur fram að nauðsynlegt sé að fá þriðju mælinguna til frekari staðfestingar á þróuninni.

Hann segir að samkvæmt því sem nú er vitað megi búast við að flóðið nái hámarki á 3-4 sólarhringum.

Hér má sjá breytingar á vatnshæð, hita og rafleiðni í …
Hér má sjá breytingar á vatnshæð, hita og rafleiðni í Gígjukvísl frá kl. 14.00 31. október til um kl. 9.00 1. nóvember. www.vedur.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert