Gígja hefur vaxið hratt í dag

Brúin yfir Gígju er ekki talin vera í hættu þó …
Brúin yfir Gígju er ekki talin vera í hættu þó að hlaup sé í ánni. mbl.is/Sigurður Gunnarsson

Rennsli í Gígjukvísl hefur aukist jafnt og þétt í allan dag. Sjálfvirkur vatnshæðarmælir Veðurstofunnar stóð í 3,5 metrum kl. 22:30 í kvöld, en hann var í 1,8 metum um miðjan dag í gær.

Brúin yfir Gígjukvísl erum 340 metra löng, en áin er núna yfir 200 metra breið við brúna. Vatnamælingamenn Veðurstofunnar mældu rennsli í ánni um miðjan dag og reyndist það vera um 630 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið var um 130 rúmmetrar um miðjan dag í gær. Gunnar Sigurðsson vatnamælingamaður segir að áin vaxi hraðar nú en í síðasta stóra hlaupi árið 2004.

Vatnamælingamenn hafa líka fylgst vel með Súlu í dag, en hugsanlegt er talið að hlaupið nái í hana. Engin merki eru hins vegar um að hún sé að vaxa. Engin breyting hefur heldur orðið á rennsli í Skeiðará, en vegna breytinga við Skeiðarárjökul rennur allt vatn sem kemur undan jöklinum vestur með jöklinum og í Gígju.

Vel er fylgst með skjálftamælum á Grímsfjalli. Þar varð skjálfti upp á 2,4 kl. 17 í dag. Jarðvísindamenn eiga allt eins von á að gos hefjist í kjölfar hlaupsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert