Umferðatafir eru á Holtavörðuheiði eftir að flutningabíll lenti aftan á jeppakerru. Ekki er vitað til þess að slys hafi verið á fólki en flutningabíllinn þverar þjóðveginn og því umferðartafir á heiðinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á Blönduósi er lögreglan á leiðinni á staðinn og því ekki hægt að veita nánari upplýsingar að svo stöddu.
Á Vesturlandi er hálka og skafrenningur á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.
Snjóþekja er á Vatnaleið og á norðan verðu Snæfellsnesi, hálkublettir eru víða í Borgarfirði.
Á Vestfjörðum eru víða hálkublettir á láglendi en hálka og skafrenningur á Þröskuldum, hálkublettir eru á Steingrímsfjarðarheiði og skafrenningur. Þæfingsfærð er um Hrafnseyrarheiði.
Á Norðurlandi eru hálkublettir, snjóþekja, hálka og víða einhver éljagangur.
Á Austurlandi er hálka og snjókoma á Fjarðarheiði og óveður á Vatnsskarði eystra. Hálka og skafrenningur er á Vopnafjarðarheiði, hálka er á Fagradal og Oddskarði. Þungfært er á Öxi og þæfingsfærð á Breiðdalsheiði.