Hvetja atvinnurekendur til að gefa starfsfólki frí til mótmæla

Mótmælt á Austurvelli.
Mótmælt á Austurvelli. mbl.is/Golli

Aðstandendur tunnumótmælanna hafa skorað á stærstu atvinnurekendur og verkalýðsfélög landsins auk ráðuneyta til að gefa starfsfólki frí og mæta til mótmæla á Austurvelli nk. fimmtudag.

Þann dag kemur Alþingi aftur saman og hefur verið boðað til mótmæla af því tilefni undir yfirskriftinni: „Tunnurnar kalla á utanþingsstjórn“. Þessi krafa er í beinu samhengi við undirskriftarsöfnun sem er að finna á vefsetrinu utanthingsstjorn.is  sem er áskorun til forseta Íslands um að skipa utanþingsstjórn nú þegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka