Héraðsdómstóll í Kristiansand í Noregi hefur dæmt íslenskan mann í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt skattsvik. Þá var honum einnig gert að greiða jafnvirði tæplega 400 milljónir íslenskra króna í sekt. Greint er frá þessu í norska dagblaðinu VG.
Maðurinn hefur verið nefndur sólkonungurinn í norskum fjölmiðlum, en hann hefur rekið nokkrar sólbaðsstofur í Noregi. Honum gefið að sök að hafa blekkt skattayfirvöld í ein níu ár og notast við ólöglegt vinnuafl. Maðurinn neitaði sök.
Að sögn VG komst upp um manninn er hann fjárfesti í húsnæði fyrir dætur sínar upp á tæplega 23 milljónir íslenskra króna.