Kirkjan semur við KOM almannatengsl

mbl.is/Eggert

Bisk­ups­stofa hef­ur gengið til samn­inga við KOM al­manna­tengsl ehf. um fjöl­miðlun og al­manna­tengsl. Samn­ing­ur­inn gild­ir frá 1. októ­ber 2010 í fjóra mánuði. Þetta var samþykkt á kirkjuráðsfundi í októ­ber.

Árni Svan­ur Daní­els­son, verk­efn­is­stjóri á Bisk­ups­stofu, seg­ir að þetta muni styðja við bakið á upp­lýs­inga­miðlun kirkj­unn­ar, sem sé nú þegar mjög um­fangs­mik­il.

„Við vild­um bæta þetta og efla sam­skipt­in við fjöl­miðla,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is. Kirkj­an hafi verið mikið í umræðunni að und­an­förnu og því vilji full­trú­ar henn­ar taka full­an þátt í sam­tal­inu.

„Ég vona að menn verði var­ir við þetta í því að við náum að miðla því bet­ur sem kirkj­an er að gera. Segja bet­ur frá þessu góða starfi sem er í gangi um allt land, og skýra sýn kirkj­unn­ar enn bet­ur,“seg­ir Árni Svan­ur aðspurður. Þetta snú­ist ekki um eitt­hvað eitt mál um­fram annað.

„Starf­semi kirkj­unn­ar mjög um­fangs­mik­il og við erum að miðla á mjög mörg­um stöðum. Burt­séð frá þessu til­tekna verk­efni þá erum við alltaf al­mennt að skoða hvernig við get­um sagt bet­ur frá því sem er í gangi í kirkj­unni. Og þar erum við að nota marga ólíka miðla,“ seg­ir hann að lok­um.

Á fund­in­um var samþykkt að veita 900.000 kr. úr kirkju­mála­sjóði á þessu ári vegna samn­ings við KOM.

Vef­ur kirkj­unn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert