73% Íslendinga eru hlynnt mótmælum almennings þetta haustið að því er kemur fram Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins. 13% eru andvíg en 14% sögðust hvorki hlynnt né andvíg mótmælunum.
Fram kom að háskólamenntaðir og þeir sem hafa meiri tekjur eru almennt andvígari mótmælum en þeir sem hafa minni tekjur og menntun.
Um 40% kjósenda Samfylkingarinnar sögðust hlynnt mótmælum, 63% kjósenda VG, 75% sjálfstæðismanna og rúmlega 95% kjósenda Hreyfingarinnar styðja mótmælin.
Mjög mismunandi svör voru við því hverju fólk hafi verið að mótmæla, en flestir, eða þriðjungur, sögðust hafa verið að mótmæla aðgerðarleysi stjórnvalda.