Vatnsborð í Gígju hækkar

Vatnamælingamenn mæla rennsli í Skeiðará í hlaupinu 2004.
Vatnamælingamenn mæla rennsli í Skeiðará í hlaupinu 2004. Rax / Ragnar Axelsson

Að sögn Ein­ars Kjart­ans­son­ar, jarðeðlis­fræðings á Veður­stofu Íslands, virðist ekki hafa dregið úr hlaupi í Grím­svötn­um, en vatns­borðið í Gígju hækkaði tölu­vert í nótt. „Raf­leiðnin hef­ur einnig auk­ist tölu­vert sem er nokkuð sterk vís­bend­ing um að þarna sé raun­veru­lega vatn sem er ættað úr jarðhita.“ 

Ein­ar seg­ir að ekk­ert bendi til þess að eld­gos sé að hefjast. Eng­in stór­ir skjálft­ar mæld­ust á svæðinu í nótt.

Hlaup hófst í Gígju­kvísl síðdeg­is í gær í kjöl­far jarðhrær­inga við Grím­svötn í Vatna­jökli.Nokkr­ir dag­ar geta liðið þar til það nær há­marki.

Páll Ein­ars­son jarðeðlis­fræðing­ur sagði í gær að lík­ur séu á því að gos hefj­ist í eld­stöðinni í Grím­svötn­um í kjöl­far hlaups­ins enda geti hlaup virkað eins og „gikk­ur“ á eld­gos.

„Það er hins veg­ar dá­lítið erfitt að segja fyr­ir um það hversu næm­ur þessi gikk­ur er. Við sjá­um þó að sama staða er uppi og árið 2004 þegar síðasta gos varð. Þá var eld­stöðin búin að safna nægi­legri kviku og þrýst­ing­ur­inn í henni hafði hækkað. Það sama er að ger­ast núna – það er mikið af kviku í kviku­hólf­inu und­ir Grím­svötn­um og þrýst­ing­ur þar er hár og því ekki ólík­legt að at­b­urðirn­ir frá 2004 end­ur­taki sig.“

Í hlaup­inu sem varð árið 2004 rann vatnið í Skeiðará en far­veg­ur henn­ar er nú þurr vegna mik­illa breyt­inga sem hafa orðið við jök­ul­sporðinn. Jök­ull­inn hef­ur hopað og því renn­ur allt vatn sem kem­ur und­an jökl­in­um vest­ur með hon­um og í Gígju.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert