Árni ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri FAO

Árni M. Mathiesen.
Árni M. Mathiesen. Reuters

Árni M. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra, hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO.  Mun hann stýra sviði sjávarútvegs og fiskeldis hjá stofnuninni, sem hefur höfuðstöðvar í Róm.

Á vefnum Vísi.is er vitnað í tilkynningu frá Jacques Diouf, framkvæmdastjóra FAO, þar sem segi að Árni hafi tekið til starfa í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert