Árni M. Mathiesen, fyrrverandi ráðherra, hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Mun hann stýra sviði sjávarútvegs og fiskeldis hjá stofnuninni, sem hefur höfuðstöðvar í Róm.
Á vefnum Vísi.is er vitnað í tilkynningu frá Jacques Diouf, framkvæmdastjóra FAO, þar sem segi að Árni hafi tekið til starfa í dag.