Rúmlega 180 manns misstu störf sín í fimm hópuppsögnum í októbermánuði. Tvær hópuppsagnanna voru á Vestfjörðum og hinar hjá fyrirtækjum með höfuðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu.
Vinnumálastofnun staðfesti að tilkynningar um fimm hópuppsagnir hafi borist í október. Eins og komið hefur fram í fréttum var 64 starfsmönnum sagt upp störfum á Vestfjörðum undir lok október. Þar af unnu 42 hjá Eyrarodda á Flateyri og 22 hjá Ósafli í Bolungarvík.
Fyrr í mánuðinum sagði Orkuveita Reykjavíkur upp 65 starfsmönnum og Síminn sagði upp um 30 starfsmönnum.