Ákveðið hefur verið að fresta þjálfun flugmanna björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar vegna hugsanlegs eldgoss í Grímsvötnum, en þeir áttu að fara út til Skotlands í dag.
Þetta er í þriðja sinn sem þjálfuninni er frestað; alltaf vegna eldgosa.
Upphaflega var ákveðið að þeir færu í vor, en því var frestað þegar fór að gjósa á Fimmvörðuhálsi. Um mánuði síðar var búið að ákveða aðra dagsetningu en þá fór að gjósa í Eyjafjallajökli.