Víða um land eru sveitarfélög tilbúin að ráðast í gerð varnargarða, en framkvæmdirnar stranda á Ofanflóðasjóði.
Sjóðurinn á um 7 milljarða króna af handbæru fé, en nýrra fjárveitinga er ekki að vænta úr sjóðnum fyrr en árið 2013. Framkvæmt hefur verið fyrir minna en sem nemur vaxtatekjum sjóðsins, og ekki útlit fyrir að breyting verði á því á næsta fjárlagaári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.