Raforkudreifing OR hækkar um 40%

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/Heiðar Kristjánsson

 Orkuveita Reykjavíkur hækkaði nú um mánaðamótin gjaldskrár fyrir raforkudreifingu um 40% eins og boðað hafði verið. Gjald fyrir dreifingu raforku er nú hærra á svæði OR, þéttbýlasta svæði landsins,  heldur en hjá Orkubúi Vestfjarða. Þetta kemur fram á vef Orkuvaktarinnar en þar er hægt að bera saman hversu hátt fastagjaldið og orkugjaldið er hjá mismunandi orkusölum.

„Heildarkostnaður vegna raforkukaupa fyrirtækja skiptist í dreifingu, flutning, orku og orkuskatt.  Hlutur dreifingar er nokkuð mismunandi eftir því hvaða gjaldskrár um er að ræða og eftir notkunarmynstri. 

Fram til þessa hefur hlutur dreifingar verið nálægt fjórðungi af heildarorkuverði til fyrirtækja.  Þar með mun þessi 40% hækkun leiða hækkunar í námunda við 10% á heildarraforkukostnaði vegna raforku á dreifisvæði OR," segir enn fremur á vef Orkuvaktarinnar.

Sjá nánari samanburð hér

ATHUGASEMD FRÁ OR sett inn klukkan 10:24

Borist hefur athugasemd frá OR vegna samanburðar Orkuvaktarinnar. Kemur fram að ekki sé um réttar tölur að ræða á vef Orkuvaktarinnar.

Í athugasemd Orkuvaktarinnar segir: Þau leiðu mistök urðu að í töflu í frétt á vef Orkuvaktarinnar var flutningsgjald inni í orkugjaldi OR og það því of hátt sem því nemur (1,27 kr/kWst).  Þetta hefur nú verið leiðrétt.
 
Ef taflan var lesin mátti skilja það sem svo að orkugjald OR væri umtalsvert hærra en annarra veitna.  Það er ekki rétt heldur er það næsthæst, eins og segir í fréttinni, orkugjald er hærra hjá Rarik í dreifbýli."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert