Segir Ísland á réttri leið

Forsætisráðherrar Norðurlandanna á blaðamannafundi í Reykjavík í morgun.
Forsætisráðherrar Norðurlandanna á blaðamannafundi í Reykjavík í morgun. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Jens Stolten­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, seg­ir ís­lensku þjóðinni hafa tek­ist vel til við að tak­ast á við mjög erfiða kreppu. Þetta kom fram á frétta­manna­fundi for­sæt­is­ráðherra Norður­land­anna á Norður­landaráðsþingi á Grand hót­eli í morg­un.

Stolten­berg kvaðst ánægður að sjá ís­lensku krón­una ná stöðug­leika og efna­hags­lífið styrkj­ast. Hann sagðist þó skilja að marg­ar aðgerðir hafi verið sárs­auka­full­ar. „Ísland er sann­ar­lega á réttri leið,“ sagði Stolten­berg.

Fredrik Rein­feldt, for­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, tók í sama streng. Hann taldi það mik­il­vægt fyr­ir Norður­lönd­in að aðstoða Ísland á erfiðum tím­um.

Þá var rætt um inn­flytj­enda­mál og sam­starf við Eystra­salts­rík­in á frétta­manna­fund­in­um.

Ráðherr­arn­ir voru  spurðir um þátt­töku ríkja sinna í stríðinu í Af­ghan­ist­an. Lars Løkke Rasmus­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, kvað þátt­töku Norður­land­anna í stríðinu mik­il­væga. Hann óskaði jafn­framt Rein­feldt til ham­ingju með þann víðtæka stuðning sem til­lög­ur hans um framtíðar­horf­ur Svía í Af­ghan­ist­an hlutu í sænska þing­inu.

 Stolten­berg sagðist vera sam­mála Rasmus­sen en bætti við að her­sveit­ir Norðmanna ættu ekki að vera leng­ur í Af­ghan­ist­an en nauðsyn krefst. „Það verður eng­inn deg­in­um leng­ur í Af­ghan­ist­an en þörf krefst.“

Ráðherr­arn­ir voru spurðir hver staða Ices­a­ve-máls­ins væri en þeir svöruðu, að það mál hefði ekk­ert borið á góma á fundi þeirra í dag. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, sagði að Ices­a­ve-málið hefði legið nokkuð niðri í sum­ar en hún væri bjart­sýn á að niðurstaða feng­ist í það inn­an tíðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert