Sendinefnd AGS á Íslandi

Franek Rozwadowski.
Franek Rozwadowski.

Sendi­nefnd frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum kom til Íslands í dag og verður hér til 15. nóv­em­ber í tengsl­um við fjórðu end­ur­skoðun á efna­hags­áætl­un Íslands og AGS.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Fra­nek  Rozwadowski, fasta­full­trúa sjóðsins á Íslandi, að þegar viðræðum sendi­nefnd­ar­inn­ar við ís­lensk stjórn­völd ljúki verði niður­stöðurn­ar kynnt­ar fjöl­miðlum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert