Vilja leggja pólitískan ágreining til hliðar

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á fundi með forsætisráðherra og fjármálaráðherra
Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á fundi með forsætisráðherra og fjármálaráðherra mbl.is/Golli

Viðskiptaráð Íslands telur nauðsynlegt að leggja pólitískan ágreining um leiðir til aðlögunar til hliðar í þeirri úrbótavinnu sem nú stendur yfir. Þetta kemur fram í nýrri skoðun á vef ráðsins en þar segir að þau verkefni sem núverandi ríkisstjórn stendur frammi fyrir séu ekki öfundsverð.

„Mikill niðurskurður blasir við og ljóst er að teknar hafa verið margar erfiðar og óvinsælar ákvarðanir til að tryggja sjálfbærni ríkissjóðs. Ákvarðanir um leiðir til að brúa fjárlagagatið, niðurskurður eða tekjuöflun með skattahækkunum, koma ætíð til með að vera umdeildar og grundvöllur skoðanaskipta.

Slíkur ágreiningur á og má ekki koma í veg fyrir samstöðu um lagfæringar á þeim brotalömum sem augljóslega eru til staðar og hafa í raun ekkert vægi í pólitískri umræðu. Nauðsynlegt er að leggja pólitískan ágreining um leiðir aðlögunar til hliðar í úrbótavinnu af því tagi.

Sjá nánar hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert