Áhersla á kaupmátt

Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR.
Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR.

Rúmlega 40% félagsmanna VR vilja að mesta áherslan verði lögð á að tryggja kaupmátt launa í næstu kjarasamningaviðræðum. Beinar launahækkanir og atvinnuöryggi fylgja þar fast á eftir.

Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar VR um áherslur í komandi kjarasamningaviðræðum. Segir á heimasíðu félagsins, að þessar áherslur séu í samræmi við niðurstöður nýafstaðins kjaraþings.

Hvað sameiginlegar kröfur verkalýðshreyfingarinnar varðar, telur mikill meirihluti áhersluna eiga að vera á aðgerðir til að draga úr skuldavanda heimilanna og minnka atvinnuleysi. 

Vefur VR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert