Beðið með mokstur á Steingrímsfjarðarheiði

Árvakur/Steinunn

Á Vestfjörðum er beðið með mokstur á Steingrímsfjarðarheiði og um Þröskulda, næsta athugun verður um kl. 13. Ófært er um Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Hálka, snjóþekja og éljagangur er á láglendi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Á Suður- og suðausturlandi eru vegir víðast hvar auðir.

Á Vesturlandi er hálka og snjókoma á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku. Hálka er á Fróðárheiði og hálkublettir eru á Vatnaleið.

Á Norðurlandi eru hálka, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Hálka og éljagangur er á Vatnsskarði og á Þverárfjalli. Hálka er á Öxnadalsheiði. Hálka og éljagangur er í Víkurskarði.

Á Austurlandi er hálka á Fjarðarheiði og hálkublettir á Vatnsskarði eystra. Hálka er á Vopnafjarðarheiði, hálkublettir eru á Oddskarði. Þungfært er á Öxi og á Breiðdalsheiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert