Vatn hækkar enn í Gígjukvísl en sjálfvirkur vatnshæðarmælir bendir til þess að hlaupið sé að ná hámarki. Mælirinn sýnir nú að vatnshæð er 4,49 metrar. Rennsli í ánni mældist 1650 rúmmetrar í gærkvöldi.
Gunnar Sigurðsson, vatnamælingamaður á Veðurstofu, sagði í gærkvöldi að áin væri búin að breiða úr sér eins og hún gæti niðri við brúna. Hann fór upp að jökuljaðrinum í fyrradag og aftur í gær og sagði að miklar breytingar hefðu átt sér þar stað á þessum sólarhring. Stór lón og tjarnir hefðu myndast við jökulinn.
Gunnar
sagði að eitthvert vatn úr Grímsvötnum væri komið í Súlu, en þar hefur
mælst aukin leiðni. Rennsli í ánni er hins vegar mjög lítið.