Hafa fyrirvara á samráði

Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson Ómar Óskarsson

„Mér finnst sér­stakt að for­sæt­is­ráðherra skyldi segja þetta með þess­um hætti að við vær­um ekki til í sam­ráð því það kom ekki fram á þess­um fundi, nema það að við höf­um vit­an­lega mikla fyr­ir­vara á því út af því sem á und­an er gengið," seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Gunn­ar seg­ir of­mælt að stjórn­ar­andstaðan hafi gengið út af fundi með rík­is­stjórn­inni í dag.

For­sæt­is­ráðherra og fjár­málaráðherra áttu í dag fund með full­trú­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar um sam­starfs­áætl­un í at­vinnu- og markaðsmá­l­um. „Við sát­um þarna í tvo tíma og fór­um yfir hlut­ina fram og til baka, síðan var ákveðið að slíta þeim fundi en það er jafn­framt búið að boða ann­an fund mánu­dag­inn næsta þar sem verður haldið áfram að ræða  þessi mál," seg­ir Gunn­ar.

Hann seg­ir rangt að stjórn­ar­andstaðan sé ekki til­bú­in í sam­ráð.  „Við tók­um ekki fyr­ir það, en hins­veg­ar er ljóst að það er miklu meiri tregi til þess held­ur en áður því reynsl­an kenn­ir okk­ur að  það er ekki að skila neinu. Ég upp­lýsti um það að ég tel þetta sér­stakt að vera boðið til máls­ins þegar allt stefn­ir í óefni enn og aft­ur.

Það var leitað eft­ir sam­starfi um Ices­a­ve þegar allt var komið í óefni, leitað eft­ir sam­starfi um skuld­ir heim­il­anna þegar það voru hér gríðarleg mót­mæli 4. októ­ber og nú er leitað til okk­ar því það er ljóst að það þarf að bregðast við með kröft­ug­um hætti í at­vinnu­mál­um og vinnu­markaður­inn er í upp­námi. Þá er leitað til okk­ar, en okk­ur finnst nú hrein­lega að það eigi þá að ganga leið og mynda hér þjóðstjórn um mik­il­væg verk­efni sem þarf að koma fram."

Gunn­ar Bragi seg­ist munu ít­reka þá skoðun sína á fund­in­um næsta mánu­dag að breyta þurfi stjórn­ar­mynstr­inu.  „Málið er miklu stærra held­ur en bara at­vinnu­mál. Við þurf­um við að horfa fram í tím­ann, hvernig við ætl­um að láta hlut­ina ganga næstu árin, og ég sé ekki eins og ástandið er í dag að það gangi án þess að breyta rík­is­stjórn­inni, draga fleiri til ábyrgðar og taka þá um leið inn fleiri til­lög­ur og hug­mynd­ir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert