Herþotur E.C.A. verði skráðar í öðru landi

Tvær Sukhoi Su-30 þotur taka eldsneyti á flugi.
Tvær Sukhoi Su-30 þotur taka eldsneyti á flugi.

Sú hug­mynd hef­ur verið kynnt for­svars­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins E.C.A Program Ltd., að kannaðir verði mögu­leik­ar á skrán­ingu sér­hæfðra þotna fyr­ir­tæk­is­ins í ríki þar sem reynsla er af rekstri herþotna enda þurfi skrán­ing flug­vél­anna hér á landi ekki endi­lega að vera for­senda fyr­ir nýt­ingu mann­virkja á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Seg­ir sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­aráðuneytið, að nán­ast jafn­mörg störf ættu að skap­ast við starf­sem­ina hér á landi þótt þot­urn­ar væru skráðar í öðru ríki.

E.C.A Program kynnti fyrst hug­mynd­ir sín­ar um að skrá og starf­rækja hér á landi Suk­hoi SU-30 flug­vél­ar til þjálf­un­ar og æf­inga. Ráðuneytið sendi í kvöld frá sér til­kynn­ingu um stöðu máls­ins, þar sem m.a. er vísað til bréfs Flug­mála­stjórn­ar frá 24. sept­em­ber þar sem vak­in er sér­stök at­hygli á því að ekki liggi fyr­ir form­leg um­sókn frá fyr­ir­tæk­inu.

Þá bend­ir stofn­un­in á, að ekki sé unnt að leggja inn um­sókn um skrán­ingu og út­gáfu loft­hæfis­skír­teina fyr­ir Suk­hoi SU-30 herþotur enn sem komið er þar sem nú­gild­andi regl­ur hér á landi nái ekki yfir slík loft­för. Æskilegt sé að slík um­sókn komi frá ís­lensk­um lögaðila til að tryggja lög­sögu Íslands og eft­ir­lit með starf­rækslu loft­ar­anna.

Flug­mála­stjórn grein­ir jafn­framt frá því að stofn­un­in hafi enn sem komið er ekki hafið frek­ari gagna­öfl­un eða grein­ingu á verk­efn­inu enda þyrfti að ráða til þess sér­stak­an starfs­mann eða kaupa að vinnu vegna þessa.

Ráðuneytið seg­ist hafa haft þessi mál til skoðunar. Ljóst megi vera, að all­nokk­ur und­ir­bún­ing­ur, sem gæti tekið langa tíma, þyrfti að eiga sér stað ef setja eigi regl­ur hér að lút­andi sem séu í sam­ræmi við ís­lensk lög á þessu sviði og alþjóðaskuld­bind­ing­ar. Einnig megi ljóst vera að mik­ill kostnaður fylg­ir þeim und­ir­bún­ingi og fjár­veit­ing­ar eru ekki fyr­ir­liggj­andi. Ráðuneytið tek­ur und­ir með Flug­mála­stjórn að verk­efni þetta sam­ræm­ist illa hefðbundn­um verk­efn­um borg­ara­legra flug­mála­yf­ir­valda.

Þá kem­ur fram að Ögmund­ur Jónas­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, muni á næstu dög­um gera rík­is­stjórn­inni grein fyr­ir álita­efn­un­um og niður­stöðu sinni.

Til­kynn­ing ráðuneyt­is­ins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert