Fyrstu vikuna í október, 1.-8. október, hefur 81 heimili verið auglýst á framhaldsuppboði og 55 fasteignir lögaðila. Að meðaltali eru nauðungaruppboðin haldin 5 dögum eftir að þessar auglýsingar birtast. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Creditinfo. Þar segir jafnframt að boðuð úrræði séu frestir út mars 2011.
Íbúðalánasjóður (ÍLS) er sá kröfuhafi sem á hlutdeild í flestum
framhaldsuppboðum heimila. Næst á eftir mælast síðan tryggingafélög og
sveitafélög en þeir aðilar eru með lögbundin veð í fasteignum vegna
brunabótatrygginga annars vegar en fasteignagjalda hins vegar.
Þær auglýsingar sem birtar eru sem tilkynning um að nauðungaruppboð á fasteign eigi að fara fram kallast framhaldsuppboð heimila.
Næstu vikur mun Creditinfo uppfæra upplýsingar um framhaldsuppboð daglega.