„Við metum það með hliðsjón af því hvernig hlutirnir þróast. Það verður gert ef tilefni gefst til. Við grípum til ráðstafana í samræmi við tilefnið, hér eftir sem hingað til.“
Þetta segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, í Morgunblaðinu í dag, aðspurður hvort reist verði öryggisgirðing umhverfis Alþingi þegar þing kemur saman eftir stutt hlé á morgun.
Boðað hefur verið til mótmæla, líkt og þegar haustþing var sett 4. október sl., og segir Stefán lögregluna bíða átekta.