Ráðherra treysti sér ekki í ófærðina

Sauðárkrókur.
Sauðárkrókur. www.mats.is

Fréttavefurinn Feykir í á Sauðárkróki segir frá því í dag að heilbrigðisráðherra, Guðbjartur Hannesson, hafi boðað forföll á fund á Blönduósi í gær sökum ófærðar. Þetta skjóti skökku við í ljósi þess að á sama tíma sé ætlast til þess að íbúar á Norðurlandi vestra sætti sig við 2-6 tíma ferð á sjúkrahús í öllum veðrum.

Heilbrigðisþjónustan á Norðurlandi vestra mun að óbreyttu skerðast um áramót og segir á Feyki að til dæmis sé engin fæðingardeild á Norðurlandi vestra. Norðlenskar konur sem komnar séu á steypirinn horfi því fram á bílferð í sjúkrabíl sjúkrabíl rúman klukkutíma að fara frá Sauðárkróki til Akureyrar á venjulegum degi, en í veðri og færð eins og í gær tæki sú ferð allt að 2,5 klukkutíma.

Hefði íbúi á Blönduósi þurft að komast með hraði á sjúkrahús í gær hefði þurft að fara til Reykjavíkur og þar sem Holtavörðuheiði var lokuð hefði þurft að fara Laxárdalsheiði,  að því gefnu að Brattabrekka væri opin. Það ferðalag lengi ferðina til Reykajvíkur um 1,5 til 2 klukkustundir að sögn Feykis. Alls gæti ferðalagið fyrir Blönduósbúa á Landspítalann í Reykjavík því tekið 4-6 klukkustundir, en allt að 3 klukkustundir á Akureyri.

Guðbjartur Hannesson
Guðbjartur Hannesson Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert